Eins og kemur fram hér á vefnum fór fram Viðurkenningarhátíð Íþróttabandalags Vestmannaeyja í íþróttamiðstöðinni í gærkvöldi. Sigurður Bragason var valinn íþróttamaður ársins og Arnór Eyvar Ólafsson íþróttamaður æskunnar fyrir árið 2007. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari var á staðnum og myndaði en hægt er að sjá myndirnar í myndasafni Eyjafrétta.