Einn fékk að sofa úr sér í fangageymslu lögreglunnar í Vestmannaeyja eftir skemmtanahald helgarinnar en sá hafði verið ofurölvi á einum af veitingastöðum bæjarins. Þá var ein líkamsárás kærð til lögreglu en hún átti sér stað á veitingastaðnum Drífanda aðfaranótt þriðjudagsins 15. janúar. Annars fór skemmtanahald helgarinnar vel fram eins og kemur fram í dagbók lögreglunnar og má lesa pistilinn hér að neðan.