Fjögur ungmenni hafa verið valin á úrtaksæfingar hjá íslensku ungmenna-landsliðunum. Þær Guðný Ósk Ómarsdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar hjá U-16 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Þjálfari liðsins, Kristrún Lilja Daðadóttir hefur valið hóp 30 stúlkna til að taka þátt í æfingunum sem fara fram í Kórnum í Kópavogi.