Fljúgandi hálka er nú á götum Vestmannaeyjabæjar enda hitastig komið vel upp fyrir frostmark og snjó farinn að bráðna. Árekstur varð nú rétt fyrir hádegi sem rekja má til hálkunnar og eins og sjá má á myndinni glansa ökuljós bifreiðanna í hálkunni á götunni. Engin slys urðu á fólki og aðeins lítilsháttar skemmdir á bílunum.