Búið er að aflýsa ferðum Herjólfs í dag en athuga átti með síðari ferð skipsins nú klukkan 14:30. Fyrri ferð skipsins var aflýst í morgun. Klukkan 12 var 25 metrar á sekúndu á Stórhöfða og ölduhæð í Bakkafjöru var nú klukkan tvö, tæpir sjö metrar. Samkvæmt veðurspá á vind að lægja þegar líða tekur á kvöld.