Síðasta helgi var fremur róleg hjá lögreglunni á Selfossi utan hvað nokkrir ökumenn áttu í erfiðleikum í hálku og slæmri færð. Lögregla fékk tilkynningar um 20 umferðaróhöpp í vikunni.
Þar á meðal voru bílveltur við Kögunarhól á sunnudag og við Þingborg á mánudag. Ökumenn og farþega sakaði ekki í þessum óhöppum.