Glæsilegri Þakkargjörðarhátíð er nú að ljúka með stuttri helgistund í Landakirkju en óhætt er að segja að kvöldið hafi verið einstaklega vel heppnað, þó svo að vetur konungur hafi minnt aðeins of mikið á sig með mikilli snjókomu. Þakkargjörðarhátíðin hófst með blysför sem hátt í tvö þúsund manns tóku þátt í, ungir sem aldnir en dagskránni lauk svo í kvöld upp í Höll. Þáttur Ríkisútvarps og -sjónvarps var stór í hátíð kvöldsins en allir lögðust á eitt að sýna minningunni um upphaf mestu náttúruhamfara síðustu aldar, sóma.