Í gær, 23. janúar, fór fram stofnun Þekkingarseturs Vestmannaeyja í Alþýðuhúsinu. Í mars á síðasta ári hófst undirbúningur að endurskipulagningu rannsókna- og háskólastarfsemi í Vestmannaeyjum og var starfshópi, skipuðum fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, Menntamálaráðuneytis, Rannsókna- og fræðasetursins og atvinnulífsins, falið verkefnið.