Síðustu sýningar á verkinu Svartur fugl eftir David Harrower verða í Vestmannaeyjum um helgina, þann 26. og 27. janúar kl. 20.00. Verkið var frumsýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í sl. haust og fór svo á leikferðlag til Egilsstaða, Ísafjarðar og verður sýnt í Vestmannaeyjum nú um helgina sem fyrr sagði. Ferðalagið hefur verið vel heppnað og mikil aðsókn. Leikarar eru Sólveig Guðmundsdóttir og Pálmi Gestsson en leikstjóri er Graeme Maley.