Herjólfur mun aðeins fara eina ferð í dag en skipið er nú í Þorlákshöfn. Skipið fór samkvæmt áætlun frá Vestmannaeyjum klukkan átta í morgun en vegna ófærðar í þrengslum hefur brottför skipsins úr Þorlákshöfn verið frestað til klukkan 14.00 í dag. Síðari ferð hefur þess vegna verið aflýst.