Vegna erfiðrar færðar í Vestmannaeyjum í dag er óvíst hvort hægt verði að bera út póst fyrr en á mánudag. Af þeim sökum verður Vaktin ekki borin út þessa vikuna en þess í stað mun blaðið liggja í öllum helstu verslunum bæjarins. Auk þess er hægt að lesa blaðið hér á netinu. Í Vaktinni er Þakkargjörðinni gerð góð skil, bæði í máli og myndum og er m.a. rætt við Pál Magnússon, útvarpsstjóra en aðkoma RÚV að hátíðinni á miðvikudag var glæsileg og frábær auglýsing fyrir Vestmannaeyjar.