Karlalið ÍBV í knattspyrnu tapaði í dag fyrir Val í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal innanhúsknattspyrnu. Lokatölur urðu 7:2 Valsmönnum í vil en Hlíðarendaliðið skoraði þrjú síðustu mörk leiksins. Leikurinn þótti hins vegar bráðfjörugur eins og lesa má í umfjöllun á vef knattspyrnusambandsins en lesa má umsögnina hér að neðan. Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði bæði mörk ÍBV.