„Við höfum nú þegar fengið þónokkur viðbrögð og margar góðar ábendingar og ég hvet Vestmannaeyinga til þess að skoða gögnin á Netinu og vera óhræddir við að notfæra sér þetta tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri,“ sagði Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglinga stofnunar, í viðtali við Vaktina, en útboðsgögn væntanlegrar Bakkafjöruferju eru nú aðgengileg á Netinu og áhugasömum boðið að leggja fram ábendingar á netfangið [email protected]., fram til 31. janúar næstkomandi.