Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið við að hjálpa fólki sem komst ekki leiðar sinnar sökum veðurs og ófærðar. Jafnframt var Björgunarfélagið lögreglu til aðstoðar við að ferja fólk á milli staða og losa bifreiðar sem sátu fastar. Ein eignaspjöll voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða skemmdir á bifreið en rær á hjólbarða hafði verið losaðir með þeim afleiðingum að hjólbarðinn datt undan bifreiðinni og urðu skemmdir á aurhlíf sökum þess.