Nú liggur það fyrir að Hæstiréttur hefur dæmt olíufélögin þrjú, Ker, Skeljung og Olís til að greiða Reykjavíkurborg tæpar 73 milljónir króna í bætur vegna tjóns sem borgin varð fyrir vegna ólögmæts samráðs olíufélaganna. Eins og áður hefur komið fram teljum við hjá Vestmannaeyjabæ einsýnt að olíufélögin hafi með samráði valdið sveitarfélaginu verulegum fjárskaða með ólögmætu samráði við gerð tilboða vegna útboðs okkar þann 14. apríl 1997 vegna eldsneytiskaupa Bæjarveitna, Áhaldahúss og Hafnarsjóðs.