Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur verið á ferðinni síðan síðdegis í dag en fram eftir degi voru skemmdir vegna óveðursins sem nú geisar, óverulegar. Um átta leytið var Björgunarfélagið og lögregla hins vegar kölluð að húsi við Heiðarveg þar sem þakplötur höfðu losnað af einu húsanna og fuku um hverfið. Því varð að loka götunni á meðan Björgunarfélagið var að störfum.