Vaktin er komin út og er nú í dreifingu hjá Póstinum. Í blaðinu ræðir m.a. Vilhelm G. Kristinsson við Sigurgeir Scheving, sem á farsælan feril í leiklistinni að baki en stendur nú í ströngu í ferðamannaþjónustu. Þá er rætt við Ægi Pál Friðbertsson, framkvæmdastjóra Ísfélagsins um nýja skipið, Valgerði Guðjónsdóttur, forstöðumann Visku um námsefnið á vorönn og Ingvar Atla Sigurðsson, hjá Náttúrustofu Suðurlands um fálka sem hafa heimsótt Eyjarnar undanfarnar vikur.