Nú liggja fyrir drög að leikjarfyrirkomulagi á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Karlalið ÍBV leikur í 1. deild eða næst efstu deild og byrjar sumarið á heimaleik gegn Leikni 12. maí. 18. maí er svo útileikur gegn Þór frá Akureyri en 23. maí er heimaleikur gegn Stjörnunni. ÍBV endar svo tímabilið á útileik gegn Selfoss laugardaginn 20. september.