Í dag mættust botnlið ÍBV og topplið Hauka N1 deildarinnar á heimavelli toppliðsins. Fyrir leikinn munaði hvorki meira né minna en 21 stigi á liðunum en það var ekki að sjá í leiknum. Eyjamenn byrjuðu af miklum krafti, komust í 1:4 en Haukar komust aftur inn í leikinn og voru yfir í hálfleik 15:10. Lokatölur urðu svo 32:28 en Sigurður Bragason átti sannkallaðan stórleik fyrir ÍBV og skoraði 14 mörk.