Bæði ÍBV og KFS léku æfingaleiki í gær. ÍBV mætti Selfyssingum í Kórnum í Kópavogi og höfðu betur 4:2. Eyjamenn komust í 1:0 en Selfyssingar svöruðu með tveimur mörkum. ÍBV skoraði svo þrjú mörk áður en yfir lauk en tvö markanna gerði kantmaðurinn snaggaralegi Junior.