Hermann Hreiðarsson varnarmaður Portsmouth er í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildinni á vefsíðu Sky Sports. Hermann lék vel í hjarta varnarinnar hjá Portsmouth þegar að liðið lagði Bolton 1-0 á laugardaginn en hann bjargaði meðal annars á línu frá Gary Cahill.