Trillusjómenn hafa lengi vel notast mikið við NMT símakerfið en sjómaður einn varð hissa þegar hann var staddur 30 kílómetra frá Eyjum. Þá komst hann í fullt símasamband með GSM símann sinn. Hann hringdi í kjölfarið í þjónustuver Vodafone og tilkynnti þeim að NMT símanum yrði hér eftir stungið ofan í skúffu.