Samkvæmt heimildum Eyjafrétta stendur til að selja togarann Gullberg Ve 292 en það er útgerðarfyrirtækið Ufsaberg sem gerir skipið út. Fyrirtækið gerði áður út uppsjávarfiskiskip en seldi Vinnslustöðinni það og byrjaði í bolfiskveiðum á síðasta ári. Sömu heimildir segja að áhöfninni hafi verið tilkynnt um hugsanlega sölu í gær og að Vinnslustöðin sé líklegur kaupandi.