Guðbjörg Guðmannsdóttir, landsliðskona í handknattleik og leikmaður danska úrvalsdeildarliðsins Frederikshavn Fox, leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar. Guðbjörg fékk högg á annað leggbeinið undir lok kappleiks Frederikshavn Fox og SK Aarhus í síðustu viku.