Bæjarráð tók fyrir á fundi sínum í dag þann flöskuháls sem myndast á sumrin þegar kemur að flutningi bíla til og frá Eyjum með Herjólfi. Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að viðbótaferðir verði á nóttunni alla föstudaga frá 6. júní til 29. ágúst. Auk þess óskar bæjarráð eftir því að til viðbótar við þessar næturferðir, verði bætt við næturferðum eftir þörfum.