Karlmaður á þrítugsaldri hálsbrotnaði þegar hann stakk sér í grynnri endann á sundlauginni á Flúðum sl. laugardagskvöld. Maðurinn mun ekki hafa lamast við hálsbrotið en dýpi laugarinnar er um 60 sm þar sem hann stakk sér og lenti á höfðinu.