Rúmlega átta í morgun var slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að versluninni Póley við Strandveg. Þegar að var komið var ekki mikill eldur og var hann slökktur með handslökkvitæki. Hins vegar var mikill reykur og skemmdir á búðinni aðallega sökum reyks.