Hljómsveitin Hoffman ætlar að standa fyrir tónleikum á Gauknum í kvöld, miðvikudaginn 13. febrúar. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Þorsteini Elíasi Þorsteinssyni og fjölskyldu en Þorsteinn veiktist alvarlega fyrir nokkrum mánuðum af sjúkdómi sem kallast ósæða­flysjun og er nú í endurhæfingu.