Frjálsíþróttakonan Ágústa Tryggvadóttir, Umf. Selfoss, vann til tveggja silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Frjálsíþróttahöllinni um síðustu helgi. M.a. bætti hún 13 ára gamalt Selfossmet Sigrúnar Hreiðarsdóttur í kúluvarpi kvenna.
Ágústa kastaði kúlunni 12,56 m og bætti sinn fyrri árangur um hvorki meira né minna en 88 sm. Bætingin á Selfossmetinu var 17 sm og dugði henni til silfurverðlauna.