Bjarni Harðarson, alþingismaður spurði Steinunni Valdísi Óskars­dóttur, formann samgöngunefndar, um stefnu stjórnarflokkanna í sam­göngumálum Vestmannaeyinga í fyrirspurnatíma til alþingismanna á þriðjudag. „Ég vildi vita hvort einhverra breyt­inga væri að vænta vegna nýlegrar yfirlýsingar fjármálaráð­herra á fundi í Vestmannaeyjum um að ljúka þyrfti rannsóknum vegna jarðgangagerðar. Í framhaldinu mættu fulltrúar Ægisdyra á fund samgöngunefndar þar sem þeir kynntu sín sjónarmið og ég vildi vita hvar málið stæði.