Búið er að skrifa undir kjarasamninga starfsmanna í bræðslum en Drífandi og verkalýðsfélagið Afl á Austurlandi hafa samið sérstaklega fyrir hönd þeirra. Um er að ræða sérkjarasamninga sem þó fylgir í megindráttum því sem Starfsgreinasambandið hefur náð í sínum kjaraviðræðum. Verið er að kynna samninginn félagsmönnum og verður kosið um hann í dag. Niðurstaða kosningarinnar kemur í ljós á morgun.