Nýtt tölublað Vaktarinnar er nú í dreifingu og er á leið inn á hvert heimili í Eyjum. Auk þess má finna blaðið í helstu sjoppum bæjarins og þá er auðvitað hægt að lesa blaðið hér á Eyjafréttum. Í blaðinu er m.a. rætt við Bylgju Dögg Guðjónsdóttur en hún og Óskar Þór Kristjánsson, eiginmaður hennar söfnuðu hálfri milljón fyrir Neistann á dögunum. Bragi Steingrímsson kom við og sýndi ritstjóra fálkaegg sem hann fann 1960 og rætt er við framkvæmdastjóra Ísfélags og Vinnslustöðvar vegna dræmra loðnuveiða.