Sunnlenski bjórinn Skjálfti, sem bruggaður er í Ölvisholt brugghúsi í Flóahreppi, fer á markað 1. mars nk. Í byrjun verður hann
seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík og vonandi í Vínbúðinni á Selfossi. Bjórinn er 5% að styrkleika. Þeir, sem hafa fengið að smakka bjórinn gefa honum hæstu einkunn enda um úrvals sælkerabjór að ræða. „Viðtökurnar hafa verið frábærar og við vonum að það verði eins þegar bjórinn er kominn á almennan markað“ sagði Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri brugghússins.