Héraðssambandið Skarphéðinn heldur sitt 86. héraðsþing í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn, næstkomandi laugardag, 23. febrúar. Hefst þingið kl. 10 um morgunin og ætlunin er að því l júki kl. 18. – Rétt til setu á þinginu eiga 96 fulltrúar fr á 56 aðildarfélögum H SK og tveimur sérráðum sambandsins. Þá hefur eitt félag sótt um aðild að sambandinu frá síðasta þingi og því stefnir í að fulltrúar verði 97 talsins.