Meistaraflokkur vann Glóamenn í Seljaskóla í dag með 93 stigum gegn 66. Var þetta nokkuð öruggur og sannfærandi sigur en að sögn okkar manna vorum við ekki að spila neitt svakalega vel. En sigur er sigur og kvörtum við ekkert yfir því. Spiluðu allir leikinn sem voru með og stóðu sig þokkalega. Náðu allir að skora en Baldvin meiddist snemma leiks og spilaði ekki mikið í dag.