Loðnuleitin sem nú stendur yfir virðist ekki lofa góðu. Árni Friðriksson nánast búinn að leita á Vestfjarðarmiðum. Hitt rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, er við leit langt suðaustur í hafi. Þrjú loðnuveiðiskip leita síðan á miðunum norður með Austurlandi. Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofnasviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði útlitið dökkt í viðtali í hádegisfréttum RÚV og bætti því við að ef ekkert fyndist áður en leitinni lyki á morgun myndi stofnunin leggja til að veiðar yrðu stöðvaðar.