Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra að loðnuveiðar verði stöðvaðar nú þegar. Fiskifræðingum hefur ekki tekist að mæla þau 400.000 tonn sem þeir telja grundvöll frekari veiða. Íslensk skip hafa aðeins náð að veiða um 40.000 tonn af þeim 250.000 tonnum sem þeim var heimilt að veiða, og norsk skip svipað.