62. ársþing KSÍ var haldið í höfuðstöðvum KSÍ á dögunum. Fjögur félög innan HSK áttu rétt á að senda sjö fulltrúa á þingið.

Á ársþinginu var jafnréttisáætlun sambandsins samþykkt en tillögu um fjölgun varamanna í fyrstu umferðum bikarkeppni KSí var vísað til stjórnar. Þessar tvær tillögur voru þær einu sem lágu fyrir þinginu.