Þeir Óskar og Guðni úr Guðnabakaríi með Konudagskökuna 2008 en eins og flestir vita er konudagurinn á sunnudaginn. Keppni er haldin ár hvert um bestu Konudagskökuna og er sigurkakan bökuð í bakaríum víða um landið. Að sögn Guðna hafa vinsældir kökunar aukist mikið undanfarin ár og í fyrra seldust yfir 200 stykki. Kakan er tilvalin fyrir alla eiginmenn til að gefa konunum sínum.