Föstudaginn 15. febrúar var formlega stofnuð Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni. Tilgangur með Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum er að eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða og veita rannsóknarþjónustu og ráðgjöf. Einnig mun stofan standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- og heilsufræða.