Lögreglan á Selfossi handtók ölvaðan mann sem ekið hafði bifreið sinni út af veginum við Aratungu um síðustu helgi. Þegar lögreglan kom á vettvang gaf maðurinn þá skýringu að félagi sinn hefði ekið bifreiðinni. Þegar átti að finna félagann reyndist hann vera staddur í flugvél á leið til Danmerkur svo saga mannsins stóðst ekki.