�?k ölvaður á ljósastaur

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur í Hveragerði um sexleytið á þriðjudag. Hann hafði þá ekið á ljósastaur og skemmt bifreið sína töluvert en var sjálfur ómeiddur. (meira…)

Jafnréttisáætlun samþykkt

62. ársþing KSÍ var haldið í höfuðstöðvum KSÍ á dögunum. Fjögur félög innan HSK áttu rétt á að senda sjö fulltrúa á þingið. Á ársþinginu var jafnréttisáætlun sambandsins samþykkt en tillögu um fjölgun varamanna í fyrstu umferðum bikarkeppni KSí var vísað til stjórnar. Þessar tvær tillögur voru þær einu sem lágu fyrir þinginu. (meira…)

Ný Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum

Föstudaginn 15. febrúar var formlega stofnuð Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræðum við íþróttafræðasetur Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni. Tilgangur með Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum er að eiga frumkvæði að og efla rannsóknir á sviði íþrótta- og heilsufræða og veita rannsóknarþjónustu og ráðgjöf. Einnig mun stofan standa fyrir ráðstefnum, málþingum, námskeiðum og útgáfu á sviði íþrótta- […]

Konudagskakan 2008

Þeir Óskar og Guðni úr Guðnabakaríi með Konudagskökuna 2008 en eins og flestir vita er konudagurinn á sunnudaginn. Keppni er haldin ár hvert um bestu Konudagskökuna og er sigurkakan bökuð í bakaríum víða um landið. Að sögn Guðna hafa vinsældir kökunar aukist mikið undanfarin ár og í fyrra seldust yfir 200 stykki. Kakan er tilvalin […]

Matfugl vill lóð

Matfugl ehf. hefur óskað eftir allt að 30 ha landi norðan væntanlegs Suðurstrandarvegar til að byggja og starfrækja kjúklingaeldishús. (meira…)

�?kumaðurinn staddur í flugvél

Lögreglan á Selfossi handtók ölvaðan mann sem ekið hafði bifreið sinni út af veginum við Aratungu um síðustu helgi. Þegar lögreglan kom á vettvang gaf maðurinn þá skýringu að félagi sinn hefði ekið bifreiðinni. Þegar átti að finna félagann reyndist hann vera staddur í flugvél á leið til Danmerkur svo saga mannsins stóðst ekki. (meira…)

Hvolsskóli sigraði í spennandi keppni

Fimmti riðill í Skólahreysti fór fram í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi í síðustu viku. Alls öttu níu grunnskólar á Suðurlandi kappi í æsispennandi keppni. Fjórir skólar leiddu keppnina sem var mjög jöfn og spennandi en Hvolsskóli hafði sigur að lokum eftir bestan árangur í hraðaþraut. Hver skóli teflir fram fjögurra manna liðum sem keppa í […]

Tvær myndir Guðmundar Karls á sýningunni

Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á myndum ársins 2007 verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi nk. laugardag. Um 1300 myndir bárust í forval fyrir keppnina en á sýningunni verða rúmlega 200 myndir. Tvær þeirra á Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Geir H. Haarde, forsætisráðherra mun opna sýninguna formlega kl. 15:00. Myndir Guðmundar Karls eru báðar […]

Stórglæsilegur árangur Selfyssinga

Selfyssingar náðu frábærum árangri á afmælismóti Júdósambands Íslands sem fram fór í lok janúar í Reykjavík. Níu keppendur frá Umf. Selfoss tóku þátt í mótinu og unnu þeir allir til verðlauna. Framganga Selfyssinga var eftirtektarverð en þeir unnu tíu verðlaun, fjögur gull, fjögur silfur og tvenn bronsverðlaun. (meira…)

Unglingur tekinn á fjórhjóli

Sl. föstudag fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um að ungur drengur væri á ferð um götur Stokkseyrar á fjórhjóli og hefði legið við slysi af akstri hans. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.