Fundur Sólar á Suðurlandi í Fríkirkjunni í Reykjavík, haldinn 17. febrúar,
biður þess að Þjórsá fái áfram að streyma óáreitt um byggðir Suðurlands.
Fjögur hundruð manna fundur haldinn í Árnesi fyrir rúmu ári gaf tóninn um
þær tilfinningar sem unnendur Þjórsár og sunnlenskrar náttúru bera í
brjósti. Skýr vilji þeirra hefur ekki verið brotinn á bak aftur. Hann eflist
við hverja raun. Almenningur á Íslandi tekur því ekki þegjandi að veist sé
að dýrmætustu perlum landsins eins og raunin er við Þjórsá.