Selfyssingar náðu frábærum árangri á afmælismóti Júdósambands Íslands sem fram fór í lok janúar í Reykjavík. Níu keppendur frá Umf. Selfoss tóku þátt í mótinu og unnu þeir allir til verðlauna. Framganga Selfyssinga var eftirtektarverð en þeir unnu tíu verðlaun, fjögur gull, fjögur silfur og tvenn bronsverðlaun.