Krakkarnir í félagsmiðstöðinni OZ í Vík söfnuðu fé í ferðasjóð vegna Samfés 2008 með sundmaraþoni sl. fimmtudag. Krakkarnir syntu frá kl. 14:30 fram að miðnætti og lögðu alls 65,2 km að baki. Alls synti 21 nemandi úr 9. og 10. bekk Grunnskóla Mýrdalshrepps.