86. héraðsþing Héraðssambandsins Skarphéðins verður haldið í Ráðhúsi Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn á laugardag. Þingið hefst stundvíslega kl. 10:00, en afhending þinggagna er frá 9:30. Áætluð þingslit eru kl. 18:00.
Rétt til setu á þinginu eiga 96 fulltrúar frá 56 aðildarfélögum HSK og tveimur sérráðum sambandsins. Þá hefur Akstursíþrottafélag Hreppakappa sótt um aðild að sambandinu frá síðasta þingi og því stefnir í að fulltrúar verði 97 talsins.