Þriðjudaginn 26. febrúar mun Þorsteinn Antonsson kynna safngestum á bókasafninu í Hveragerði tvær bækur sem hann gaf út ásamt Maríu Önnu Þorsteinsdóttur. Þetta eru bækurnar Ólandssaga eftir Eirík Laxdal (1743-1815) sem kom út 2006 og Fyrstu sögur, sem kom út í fyrra og hefur að geyma áður óútgefnin handrit frá 18. og 19. öld. Ólandssaga er skrifuð um 1777 á Skagaströnd. Hún gerist á Víkingaöld og er rauði þráðurinn í henni átök konungsætta og kynjavera um völd og áhrif.