Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands á myndum ársins 2007 verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi nk. laugardag. Um 1300 myndir bárust í forval fyrir keppnina en á sýningunni verða rúmlega 200 myndir. Tvær þeirra á Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins. Geir H. Haarde, forsætisráðherra mun opna sýninguna formlega kl. 15:00.

Myndir Guðmundar Karls eru báðar í flokki íþróttamynda. Önnur myndin er tekin á leik FSu og Vals í íþróttahúsinu Iðu en hin myndin er tekin á Djúpavatni á Reykjanesi í síðustu umferð Íslandsmótsins í rallakstri.