Ekki virðast allir á eitt sáttir um þjónustuna sem veitt er á Heilsu­gæslu Vestmanneyja en hún hefur m.a. verið gagnrýnd á blogg­síðum og í kjölfarið hafa óánægðir not­endur haft samband við Fréttir og sagt farir sínar ekki sléttar. Aðallega er kvartað yfir hversu illa gengur að ná í lækni og ekkert sé gert til að bæta þjónustuna og bregðast við ástandinu. Karl Björnsson, yfirlæknir heilsugæslunnar, segir þetta ósanngjarna gagnrýni enda hafi heilsugæslulæknar í Vestmanna­eyjum hlutfallslega meiri samskipti við sjúklinga en allir aðrir heilsu­gæslulæknar á landinu.