Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, vill vara við svartsýni þó ákvörðun hafi verið tekin um að stöðva loðnuveiðar. Hann segir vel fylgst með loðnunni og komi jákvæðar fréttir af miðunum verði banninu aflétt. Árni segist vera með tillögu bæjarstjórnar Vestmannaeyja frá í gær til athugunar og séu atriði í þeim í samræmi við það sem ríkisstjórnin er gera.